Velkomin í

Íþróttalýðháskólann í Sønderborg
Skráning

Samvera og lífsreynsla

Íþróttalýðháskólinn í Sønderborg býður upp á einstakt, skemmtilegt og spennandi nám. Skólinn leggur áherslu á samveru, félagsskap og  þátttöku og við bjóðum uppá margskonar íþróttagreinar. Skólinn er tilvalinn fyrir einstaklinga á aldrinum 18-25 ára og er frábær upplifun eftirvill eftir framhaldsskóla, áður en þú ferð í háskóla.  Þetta er tækifærið til að kasta sér í líflegt umhverfi, kynnast nýju fólki og mynda vináttubönd sem geta varað alla ævi.

Við bjóðum upp á fjölbreyttar greinar í íþróttum (sjá undir „subjects“) en einnig á sviðum eins og listum, handavinnu, menningu, heimspeki, persónulegum þroska og félagsmálum. Þú hefur tækifæri til að annað hvort læra eitthvað alveg nýtt frá grunni eða verða betri í þeirri grein sem þú heftur áhuga á fyrir. Sem hluti af upplifuninni skipuleggur skólinn spennandi ferðamöguleika til Krítar, Alpanna, Íslands og Tansaníu.

Meðan á dvöl þinni stendur munt þú búa með herbergisfélaga, og þú munt búa í næsta húsi við meira en hundruð framtíðarvina þinna. Allar máltíðir þínar eru bornar fram í matsal skólans. Helgar eru kennslulausar, sem gefur þér frelsi til að skipuleggja athafnir þínar, skoða umhverfið, djamma eða heimsækja vini og fjölskyldu. Þetta er ekki bara menntun; þetta er ævintýrafullur kafli í lífi þínu.;

Viltu vita meira?

Glæsileg staðsetning

Íþróttalýðháskólinn í Sønderborg er staðsettur á Jótlandi, nálægt náttúrunni, skóginum, bænum og ströndinni í fallegu umhverfi.

Samvera og félagsskapur er mikilvægur

Félagsskapur er í aðalhlutverki í íþróttalýðháskólanum. Mikilvægt er að einstakur nemandi geti tjáð sig og verið hluti af samfélaginu

Heimur íþrótta

Íþróttir eru miðpunktur lýðháskólans og verðmæti í sjálfu sér. Það skapar gleði, eldmóð og merkingu fyrir einstaklinginn og samfélagið.

Persónuleg  uppbygging

Skólinn ögrar færni nemenda á leikandi og tilraunakenndan hátt og leggur áherslu á persónulegan þroska og uppbyggingu.

Íþróttagreinar

Hér að neðan má sjá fjölbreytt úrval íþróttagreina sem við bjóðum upp á. Vonandi munu einhver af námsgreinunum okkar vekja áhuga þinn. Boðið er upp á mismunandi námsgreinar á mismunandi tímum ársins. Þú færð betri kynningu þegar þú byrjar og á þeim tíma verður þú að velja þær greinar sem þér líkar við. Þú færð að prófa fjórar íþróttagreinar á venjulegri önn. Veldu eitthvað sem þú þekkir eða prófaðu eitthvað nýtt – valið er þitt.

Almennar greinar

Hér að neðan má sjá hið fjölbreytta úrval af fögum utan íþrótta sem við bjóðum upp á. Vonandi munu einhver af greinunum okkar vekja áhuga þinn. Þú færð að prófa tvær greinar úr hverjum flokki á venjulegri önn.

Viltu vita meira?

Við reynum að uppfylla allar óskir, en því miður getum við ekki ábyrgst það. Þess vegna velur maður 1, 2. og 3.forgangsröð. Fög og hámarksgeta í hverri grein geta breyst þar sem tekið er mið af árstíma og nemendafjölda.

Íþróttagreinar

Sigling
Adventureracing
Strandblak
Kite brimbretti
Seglbretti
Sund
Tennis, Padel and Badminton
Adrenalín
Líkamsrækt
Yoga
Blak
Handbolti
Fótbolti
Kajak og klifur
IHS allt umkring (samsetning af öllu)

Bóklegt

Lífsgildi
Líkamsmenning og kyn
Náttúran okkar
Andlegur styrkur  and persónuleg uppbygging
Ì kring um politík
Félagsleg gangverkir
Kvikmynda fræðsla
Menning
Prjón
Fyrsta hjálp
Mindfullness
Tónlist
Spil
Sigling
Matur
Ùtilíf
Keramik
Brugghús
DIY

Hagnýtar upplýsingar

Á IHS færðu fæði, gistingu og kennslu. Sjá verð hér Við byrjum  nýja önn tvisvar á ári í vor og haust.

Báðar annirnar skiptast í tímabil og því gefst kostur á að velja nokkur greinar á meðan dvölinni stendur. Þú getur líka valið að koma aðeins í styttri tíma.

Sjá ákveðnar dagsetningar undir Skráningu 

LÝÐHÁSKÓLASTYRKIR FYRIR ÌSLENDINGA

https://www.umfi.is/styrkir/lydhaskolastyrkir/

https://www.norden.is/styrkur

Vorönnin // 24 eða 25 vikur

  1. Tímabil – 14 vikur: Innandyra tímabil+ skíðaferð til Alpanna 
  2. Tímabil – 10 vikur: Utandyra tímabil
  • Auka möguleiki: Ferð til Ìslands (+ 1 vika)

Haustönn // 19 eða 21 vika

  1. Tímabil – 10 vikur: Utandyra tímabil + ferð til Krítar
  2. Tímabil – 09 vikur: Innandyra tímabil

Auka möguleiki: ferð til Tanzaníu & Zanzibar (+ 2 vikur)

Hvað gerir maður á innandyra tímabilinu?

Hér er lögð áhersla á íþróttir innanhúss og íþróttagreinar okkar utandyra eru aðlagaðar sem best svo hægt sé að stunda þær innandyra, með smá breytingum.

Hvað gerum við í útivistartímanum?

Auk eigin aðstöðu fyrir strandblak, fótbolta og ýmiskonar líkamsræktartíma gefur staðsetning okkar nálægt vatni og skógi einstaka möguleika á að taka þátt í t.d. flugdrekabretti, seglbretti, ævintýri, fjallahjólreiðar og siglingar og margar aðrar íþróttir.

Sameiginlegt báðum tímabilum

Fyrir utan allar íþróttagreinar erum við einnig með margar mótunar- og sjónarhorngreinar þar sem persónulegur þroski þinn og félagsfærni koma við sögu.

ATH! 

Við erum stöðugt að þróa námssvið okkar. Námskeiðin sem þú finnur á heimasíðunni gilda fyrir núverandi dvöl.

Hins vegar áskiljum við okkur rétt til að gera breytingar og lagfæringar í tengslum við hópstærð.

Nánar til að fá upplýsingar:

Hafðu samband við Christine fyrir íslenska leiðsögn.

Christine er fædd og uppalin á Íslandi.

Hafðu samband við Christínu hér:

christine@ihs.dk og símanúmer 0045 7442 1848

Viltu vita meira? Lestu meira á ensku síðunni okkar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Book en rundvisning/*** Collapse the mobile menu - WPress Doctor ****/